„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. október 2024 12:32 Dómsalurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur verið þröngt setin síðustu daga vegna fjölda sakborninga og lögmanna þeirra. Vísir/Vilhelm Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð málsins hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðustu daga. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Málið varðar meðal annars innflutning á fíkniefnum með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Lögmenn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða hafa í dag spurt starfsmenn lögreglunnar, sem rannsökuðu málið, spjörunum úr. Hleranir lögreglu hafa vakið áhuga lögmannanna, sérstaklega þegar samtöl Jóns Inga Sveinssonar, meints höfuðpaurs, hafa verið hljóðrituð. Lögreglufulltrúi sem gaf skýrslu fyrir dómi í dag var spurður hvernig hann gæti sannreynt hver væri að tala á hverjum tímapunkti. „Oftast er hægt að sjá samhengið. Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá,“ sagði lögreglufulltrúinn. Í fyrstu hafi þeir komið inn í rannsóknina með autt blað og vitað lítið sem ekkert en eftir að á leið náð að átta sig betur á heildarmyndinni. Þá tók hann fram að þær hljóðritanir sem lægju fyrir í málinu væru um tíu prósent af því sem hafi verið hljóðritað. Þeir hafi líka tekið upp ýmsa hluti sem vörðuðu persónulega hagi sakborningana sem tengdust sakamálinu ekki. „Ég þekki röddina hans“ Jón Ingi hefur síðustu þrjá daga gefið þrjár skýrslur fyrir dómi, en þar hefur hann fullyrt að hann hafi ekki sagt orð sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslum sem byggja á hljóðritunum. Lögreglufulltrúinn sagðist alveg viss um að þegar að fullyrt væri að Jón Ingi væri að tala þá hefði hann verið að tala. „Hvort þetta sé hann eða ekki, ég leyfi ég mér að blása á það því ég þekki röddina hans Jóns. Þetta myndar allt heila heild. Það er alveg þannig.“ Að sögn lögreglufulltrúans var líka oft hægt að átta sig á því hver væri hvað þegar einhver sagðist ætla að fara á tiltekinn stað, og síðan sá lögregla viðkomandi fara á þann stað. „Síðan eru þeir að tala um sömu kærustuna, og sömu fjölskylduhagina,“ sagði lögreglufulltrúinn sem tók fram að í þeim tilfellum þar sem hann var ekki viss um hver ætti í hlut hafi verið haft eftir „óþekktum aðila“. Heimild á „öðrum stöðum“ Einnig hefur nokkuð verið rætt um hljóðritanir á hendur Jóni Inga á meðan hann var erlendis. Á mánudag, sem var fyrsti dagur aðalmeðferðarinnar, héldu hann og lögmaður hans, Björgvin Jónsson, því fram að hljóðritanir sem hefðu verið teknar á meðan hann var erlendis hefðu verið ólöglegar. „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin á mánudag. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Fyrir dómi í dag var úrskurður um heimild lögreglu til hljóðritunar á samtölum Jóns Inga sýnd viðstöddum. Úrskurðurinn var á þessa leið: „Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“ Vandasamt að hlera Lögreglumaður sem gaf skýrslu í dag sagði það alltaf vandasamt þegar lögreglan væri að hlera. Hann sagðist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig hleranirnar hafi farið fram til að vernda starfshætti lögreglunnar. Spurður út í lögmæti þess að hljóðrita samtöl Jóns Inga sem hefði verið erlendis sagði hann að allar aðgerðir lögreglu í þeim efnum hafi farið fram hér á landi. Þá sagði hann þessar aðgerðir hafa verið unnar í nánu sambandi við yfirmenn rannsóknardeildar lögreglu og hjá ákærusviði. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Aðalmeðferð málsins hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðustu daga. Sakborningarnir eru á annan tug, en þeir eru grunaðir um skipulagða brotastarfsemi í tengslum við vörslu, sölu og sölu innflutning fíkniefna. Málið varðar meðal annars innflutning á fíkniefnum með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Lögmenn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða hafa í dag spurt starfsmenn lögreglunnar, sem rannsökuðu málið, spjörunum úr. Hleranir lögreglu hafa vakið áhuga lögmannanna, sérstaklega þegar samtöl Jóns Inga Sveinssonar, meints höfuðpaurs, hafa verið hljóðrituð. Lögreglufulltrúi sem gaf skýrslu fyrir dómi í dag var spurður hvernig hann gæti sannreynt hver væri að tala á hverjum tímapunkti. „Oftast er hægt að sjá samhengið. Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá,“ sagði lögreglufulltrúinn. Í fyrstu hafi þeir komið inn í rannsóknina með autt blað og vitað lítið sem ekkert en eftir að á leið náð að átta sig betur á heildarmyndinni. Þá tók hann fram að þær hljóðritanir sem lægju fyrir í málinu væru um tíu prósent af því sem hafi verið hljóðritað. Þeir hafi líka tekið upp ýmsa hluti sem vörðuðu persónulega hagi sakborningana sem tengdust sakamálinu ekki. „Ég þekki röddina hans“ Jón Ingi hefur síðustu þrjá daga gefið þrjár skýrslur fyrir dómi, en þar hefur hann fullyrt að hann hafi ekki sagt orð sem eru höfð eftir honum í lögregluskýrslum sem byggja á hljóðritunum. Lögreglufulltrúinn sagðist alveg viss um að þegar að fullyrt væri að Jón Ingi væri að tala þá hefði hann verið að tala. „Hvort þetta sé hann eða ekki, ég leyfi ég mér að blása á það því ég þekki röddina hans Jóns. Þetta myndar allt heila heild. Það er alveg þannig.“ Að sögn lögreglufulltrúans var líka oft hægt að átta sig á því hver væri hvað þegar einhver sagðist ætla að fara á tiltekinn stað, og síðan sá lögregla viðkomandi fara á þann stað. „Síðan eru þeir að tala um sömu kærustuna, og sömu fjölskylduhagina,“ sagði lögreglufulltrúinn sem tók fram að í þeim tilfellum þar sem hann var ekki viss um hver ætti í hlut hafi verið haft eftir „óþekktum aðila“. Heimild á „öðrum stöðum“ Einnig hefur nokkuð verið rætt um hljóðritanir á hendur Jóni Inga á meðan hann var erlendis. Á mánudag, sem var fyrsti dagur aðalmeðferðarinnar, héldu hann og lögmaður hans, Björgvin Jónsson, því fram að hljóðritanir sem hefðu verið teknar á meðan hann var erlendis hefðu verið ólöglegar. „Þetta eru ólögleg gögn. Þetta gæti þess vegna verið búið til með aðstoð gervigreindar,“ sagði Björgvin á mánudag. Hann krafðist þess að algjörlega yrði litið fram hjá hljóðritununum. Aðrir verjendur í málinu tóku undir bókunina. Fyrir dómi í dag var úrskurður um heimild lögreglu til hljóðritunar á samtölum Jóns Inga sýnd viðstöddum. Úrskurðurinn var á þessa leið: „Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“ Vandasamt að hlera Lögreglumaður sem gaf skýrslu í dag sagði það alltaf vandasamt þegar lögreglan væri að hlera. Hann sagðist ekki geta útskýrt nákvæmlega hvernig hleranirnar hafi farið fram til að vernda starfshætti lögreglunnar. Spurður út í lögmæti þess að hljóðrita samtöl Jóns Inga sem hefði verið erlendis sagði hann að allar aðgerðir lögreglu í þeim efnum hafi farið fram hér á landi. Þá sagði hann þessar aðgerðir hafa verið unnar í nánu sambandi við yfirmenn rannsóknardeildar lögreglu og hjá ákærusviði.
„Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði til að taka upp ljósmyndir og hreyfimyndir sem og samtöl fólks, nálgast slíkar upptökur í og við dvalarstað Jóns Inga Sveinssonar [á og við heimili hans] í Reykjavík og á öðrum stöðum meðan Jón Ingi fundar þar með ætluðum samverkamönnum sínum.“
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira