Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2024 16:04 Svona mun rennibrautin líta út í sundlauginni í Þorlákshöfn þar sem stigahúsið verður 12 metra hátt og upphitað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt. Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Sundlaugar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Í mörgum sundlaugum landsins eru vatnsrennibrautir sem njóta mikilla vinsælda hjá börnum og unglingum og stundum líka fullorðnum. Vatnsrennibrautir draga marga í laugarnar og eftir því sem þær eru hærri og stærri þá eru auknar líkur að sú sundlaugin verði valin. Sundlaugin í Þorlákshöfn er vinsæl laug með barnarennibraut en nú á að bæta við risa braut eins og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, þekkir manna best. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi og ætlar fyrstu ferðina í nýju rennibrautinni.Vísir/Egill „Já, við erum að endurgera og endurnýja útivistarsvæðið við sundlaugina en laugin gegnir mjög veigamiklu hlutverki í mannlífinu hérna í Þorlákshöfn og nú er komin tími á endurnýjun rennibrautanna“. Þetta verða rosalega flottar rennibrautir, er það ekki? „Jú, þetta verða flottustu rennibrautir á landinu að mínu mati og bætir þá við allt það framboð, sem hér er fyrir börn og ungmenni. Okkur á að finnast gaman heima hjá okkur, við eigum ekki alltaf að þurfa að vera á faraldsfæti til að hafa gaman, og maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, þannig að hluti af velferðinni er að búa til skemmtilegt mannlíf og menningu og aðstöðu fyrir börn og ungmenni,“ segir Elliði. Og fer bæjarstjórinn fyrstu ferðina næsta vor? „Já, ég hef þegar pantað mér Speedo skýlu, ég ætlaði að fá mér hana í hlébarðalitunum en hún verður sennilega í zebralitunum en hún á að vera mjög hraðskreið í svona rennibrautum,“ segir Elliði hlæjandi. Íbúar sveitarfélagsins og í næsta nágrenni bíða spenntir eftir nýju rennibrautinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Sundlaugar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira