Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 18:17 Rigningin setti sterkan svip á alla helgina í Brasilíukappakstrinum. Getty/Alessio Morgese Max Verstappen tók stórt skref í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 með ótrúlegum sigri í kappakstrinum í Sao Paulo í dag. Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira