„Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:40 Guðrún segir nauðsynlegt að setja upp brottfararúrræði fyrir fólk sem á að vísa úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og aðra sem hér eru í ólögmætri dvöl. Vísir/Einar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ómannúðlegt að vista hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um vernd hér á landi í fangelsi. Á þessu ári hafi 40 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. „Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér. Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér.
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21