Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 16:33 Frá El Prat-flugvelli í Barcelona-borg. AP/Mariona Batalla Taylor Viðbragðsaðilar vinna enn hörðum höndum við að finna fólk sem hefur verið leitað síðan hamfaraflóð gekk yfir suðausturhluta spánar á þriðjudagskvöldið. Þeir einblína nú á bílakjallara í Valensía-héraði. Óttast er að tala látinna muni hækka. Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við. Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. 217 hið minnsta eru látnir. Veðurstofa Spánar hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir hluta Katalóníu-héraðs vegna mikillar úrkomu. Mikið vatn flæddi yfir götur Barselóna-borgar í morgun. Flugvöllurinn á floti Fjölmiðlar í Katalóníu hafa birt ljósmyndir af ökutækjum sem voru að hluta á kafi á akbrautum í borginni. Hluti af El Prat-flugvellinum í borginni er einnig á floti. Að minnsta kosti 80 flugferðum til og frá flugvellinum hefur verið aflýst eða frestað. Lestarkerfið í borginni er í lamasessi. Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensía-héraði á Spáni til aðstoðar en Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrirskipaði í gær að tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Óvíst hve margra er enn saknað Óttast er að fjöldi starfsmanna og búðargesta hafi orðið innlyksa í bifreiðageymslu á nokkrum hæðum við verslunarmiðstöð við Valensía-borg. Stór hluti bílastæðahússins er enn á floti. Óvíst er hve margra er enn saknað í Valensía-héraði. Töluvert ósætti ríkir meðal almennings í garð yfirvalda á svæðinu en mótmælendur réðust að Filippusi Spánarkonungi þegar hann heimsótti Valensíahérað í gær. Almenningur hefur reiðst yfir því að stjórnvöld hafi ekki búið sig nægjanlega vel undir flóðin eða varað íbúa við.
Spánn Flóð í Valencia 2024 Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22