Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 06:42 Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla segist styðja verkfall kennara en gagnrýnir aðferðafræði þeirra. Reginn Foreldrafélag Áslandsskóla telur verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands brjóta gegn grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að mismuna börnum og skerða nám þeirra barna sem eru í verkfallsskólum. Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent