Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:01 K pop stórstjarnan Lisa úr BLACKPINK fer með hlutverk í nýrri seríu af The White Lotus. Gilbert Flores/Billboard via Getty Images Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti. Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti.
Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira