Margeir stefnir ríkinu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 14:09 Margeir Sveinsson er starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels