Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar