Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 09:38 Nýr Landspítali rýs við Hringbraut en ný geðdeildarbygging mun hins vegar ekki rísa á því svæði. Vísir/Vilhelm Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00