Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 21:21 Barátta feðginanna Margrét Lillý og Einar Björn fyrir dómstólum hefur ekki borið árangur. vísir/bjarni/vilhelm „Þetta er bara spillingarmál, sem varðar börnin okkar,“ segir faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir bænum í skaðabótamáli sem konan höfðaði. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. „Við erum bara hissa á því að þeir hafi ekki komið með neinar röksemdir í dómnum, vísuðu bara alfarið til héraðsdóms,“ segir Einar Björn Tómasson faðir Margrétar. Hann furðar sig á því að í dómnum hafi ekki verið vikið að skýrslugjöf félagsráðgjafa sem sé óháður bænum og gefið mun ítarlegri skýrslu fyrir Landsrétti . „Hún hafði engra hagsmuna að gæta og er hokin af reynslu. Hún kom með allt á borðið. Það var hún sem afhenti mér dóttur mína aftur, eftir allt sem hafði gengið á.“ Þau ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „En maður býst ekki beint við miklu af Hæstarétti, eftir þetta allt saman. Þetta er fáránlegur dómur í ljósi þess hversu mikið hefur komið fram. Við erum mjög hissa en vitum líka hvernig dómskerfið er á Íslandi, ekki upp á marga fiska. En við höldum áfram fram á síðasta dómstig.“ Hann segir óboðlegt hvernig barnaverndaryfirvöld hafi gengið fram, og virðist komast upp með það. „Þetta er bara spillingarmál í bænum. Það er mitt mat. Það er alvarlegt þegar spillingarmál tengjast börnum,“ segir Einar Björn að lokum. Barnavernd Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. „Við erum bara hissa á því að þeir hafi ekki komið með neinar röksemdir í dómnum, vísuðu bara alfarið til héraðsdóms,“ segir Einar Björn Tómasson faðir Margrétar. Hann furðar sig á því að í dómnum hafi ekki verið vikið að skýrslugjöf félagsráðgjafa sem sé óháður bænum og gefið mun ítarlegri skýrslu fyrir Landsrétti . „Hún hafði engra hagsmuna að gæta og er hokin af reynslu. Hún kom með allt á borðið. Það var hún sem afhenti mér dóttur mína aftur, eftir allt sem hafði gengið á.“ Þau ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „En maður býst ekki beint við miklu af Hæstarétti, eftir þetta allt saman. Þetta er fáránlegur dómur í ljósi þess hversu mikið hefur komið fram. Við erum mjög hissa en vitum líka hvernig dómskerfið er á Íslandi, ekki upp á marga fiska. En við höldum áfram fram á síðasta dómstig.“ Hann segir óboðlegt hvernig barnaverndaryfirvöld hafi gengið fram, og virðist komast upp með það. „Þetta er bara spillingarmál í bænum. Það er mitt mat. Það er alvarlegt þegar spillingarmál tengjast börnum,“ segir Einar Björn að lokum.
Barnavernd Dómsmál Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Við erum gapandi á þessu“ Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. 23. maí 2023 20:34