Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 15:00 Gísli Freyr Valdórsson heldur úti hlaðvarpinu Þjóðmálum. vísir/Vilhelm Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hæðir og lægðir kosningabaráttunnar voru til umræðu í þættinum þar sem kafað var ofan í skandala, rýnt í kosningaslagorð og rætt um frambjóðendur og fylgi flokkanna. Jón Gunnarsson hóf störf í matvælaráðuneytinu í lok október sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Líkt og fram hefur komið barst umsókn frá Hval hf. um hvalveiðileyfi degi áður en hann hóf þar störf. Frá þeim tíma hefur leyniupptaka litið dagsins ljós, þar sem sonur Jóns lýsir því að faðir sinn hafi tekið fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fara í ráðuneytið til þess að stuðla að afgreiðslu hvalveiðileyfis. „Mér finnst bara mjög óheppilegt að Jón Gunnarsson er í þessu ráðuneyti. Verð bara segja það eins og er,“ sagði Gísli Freyr í Pallborðinu. Einfaldara hefði verið fyrir Bjarna Benediktsson að klára málið sjálfur. Hlaðvarpsstjórnendur mættu í Pallborðið í gær: Kristín Gunnarsdóttir hjá Komið gott, Þórarinn Hjartarson hjá Einni Pælingu, Þórhallur Gunnarsson hjá Bakherberginu og Gísli Freyr Valdórsson hjá Þjóðmálum.vísir/Vilhelm „Bjarni er starfandi matvælaráðherra, og hann getur sett reglugerð ef hann vill. Og það er í rauninni á skjön við lög ef hann myndi ekki gera það. Eins og Svandís gerði og fór á svig við lög, líkt og umboðsmaður alþingis komst að niðurstöðu um. Það að Jón, sem er mjög mætur maður að mínu mati, skuli fara þarna inn skyggir á þetta og gerir málið tortryggilegra. Það hefði verið mun einfaldara ef Bjarni hefði bara klárað þetta mál sjálfur,“ sagði Gísli. Þórhallur Gunnarsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Bakherbergisins, sagðist sammála því. Með þessu væri einungis verið að búa til læti. „Ég skil þetta ekki hjá jafn reyndum stjórnmálamanni og Bjarna. Af hverju er hann að gera þetta?“ Gísli Freyr taldi þó ólíklegt að málið komi til með að hafa mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins en Þórhallur benti á að útgáfa hvalveiðileyfis gæti möguleika aukið fylgið. „Mögulega væri það að tala beint inn í hans hóp út frá atvinnumálum og slíku. Eða þá að menn láti þetta veltast yfir til næstu ríkisstjórnar þar sem það liggur ekki beint á því að afgreiða það núna. En þetta gæti alveg orðið að kosningamáli og menn farið að meta taktískt hvað er best. “ Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Pallborðið Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira