„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:53 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
„Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn