Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 19:48 Til vinstri situr Sigmundur við borð í VMA og skrifar. Til hægri má sjá verkin sem hann er sagður eiga heiðurinn af. Aðsent Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki. Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki.
Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira