„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:00 Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku. Vísir/Egill Aðalsteinsson Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. „Við erum búin að gera ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Það er búið að sökkva lögninni og fergja hana og við erum að framleiða heitt varn eins og við eigum að gera og kalt vatn rennur þarna undir í annarri lögn. Í raun og veru gengur þetta allt samkvæmt áætlun þótt vissulega sé maður ekkert rólegur með hraunið þarna ofan á,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Njarðvíkuræð fór síðast undir hraun í febrúar með þeim afleiðingum að Suðurnesin voru heitavatnslaus í nokkra daga. Tómas segir stöðuna allt aðra núna. Þá hafi þau verið í miðjum framkvæmdum og æðin óvarin að hluta. Njarðvíkuræðin er nú undir hrauni en forstjóri HS Orku segir mannvirki þeirra ekki í hættu eins og sakir standa að minnsta kosti.vísir/Vilhelm Svartsengislína Landsnets sem tengist orkuverinu í Svartsengi er hins vegar rofin vegna hraunflæðis. Það olli rafmagnstruflun á öllum Suðurnesjum og rafmangslaust varð í Grindavík. Rafmagni var komið aftur á um klukkan ellefu og varaaflsstöðvar keyra heitaframleiðslu nú áfram. Tómas vonar að íbúar verði ekki fyrir miklum áhrifum. „Við vonum að við getum haldið áfram að afhenda heitt með varaflsstöðvunum okkar og vonum að kaldavatnsfæðingin gangi vel eins og hingað til. Í sjálfu sér eigum við ekki von á öðru en þetta eru auðvitað náttúruhamfarir og maður getur ekki fullyrt nokkuð,“ segir Tómas. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Við erum búin að gera ráð fyrir þessu í okkar áætlunum. Það er búið að sökkva lögninni og fergja hana og við erum að framleiða heitt varn eins og við eigum að gera og kalt vatn rennur þarna undir í annarri lögn. Í raun og veru gengur þetta allt samkvæmt áætlun þótt vissulega sé maður ekkert rólegur með hraunið þarna ofan á,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku. Njarðvíkuræð fór síðast undir hraun í febrúar með þeim afleiðingum að Suðurnesin voru heitavatnslaus í nokkra daga. Tómas segir stöðuna allt aðra núna. Þá hafi þau verið í miðjum framkvæmdum og æðin óvarin að hluta. Njarðvíkuræðin er nú undir hrauni en forstjóri HS Orku segir mannvirki þeirra ekki í hættu eins og sakir standa að minnsta kosti.vísir/Vilhelm Svartsengislína Landsnets sem tengist orkuverinu í Svartsengi er hins vegar rofin vegna hraunflæðis. Það olli rafmagnstruflun á öllum Suðurnesjum og rafmangslaust varð í Grindavík. Rafmagni var komið aftur á um klukkan ellefu og varaaflsstöðvar keyra heitaframleiðslu nú áfram. Tómas vonar að íbúar verði ekki fyrir miklum áhrifum. „Við vonum að við getum haldið áfram að afhenda heitt með varaflsstöðvunum okkar og vonum að kaldavatnsfæðingin gangi vel eins og hingað til. Í sjálfu sér eigum við ekki von á öðru en þetta eru auðvitað náttúruhamfarir og maður getur ekki fullyrt nokkuð,“ segir Tómas.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira