Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:09 Margrét Eyjólfsdóttir með tíkina sína Lady sem líður afskaplega vel í Grindavík, bara svo lengi sem jarðskjálftahrina er ekki yfirstandandi. Margrét Eyjólfsdóttir Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Magnús Gunnarsson eru ekki þau einu sem neituðu að yfirgefa heimili sín í Grindavík í nótt. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir að gist hafi verið í tveimur húsum í bænum í nótt. Hann segir að nú megi íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík fara inn í bæinn en hann varar fólk á sama tíma við að aðstæður gætu breyst og það með skömmum fyrirvara. Margrét og Magnús segjast ekki hafa búist við eldgosi í gærkvöldi, ekki frekar en náttúruvársérfræðingar. „Maður heyrir í lúðrinum, og þá hugsar maður oh einu sinni enn. Byrjar þetta aftur. Maður var ekkert undirbúinn af því þetta kom svo snögglega.“ Hvað fer í gegnum huga þér þegar gosið fer af stað, verðið þið óttaslegin? „Nei, það er nefnilega málið. Ég er ekkert hrædd við þetta en þess vegna fer í huga mér: ókei nú kemur löggan með leiðindi og rekur okkur út. Þeir eru náttúrulega misjafnir en oft leiðinlegir. Þeir sem komu hér voru bara með leiðindi, frekju og yfirgang. Þeir settu löppina fyrir hurðina, sem þeir mega ekki gera, lýstu inn um gluggann og voru bara dónalegir.“ Hörmulegt að vera á flandri um miðja nótt að vetri til Margrét segir að upplifunin af því að þurfa að yfirgefa heimili sitt ítrekað vera skelfilega. „Þetta var alveg hræðilegt síðasta vetur. Við vorum í hjólhýsi um miðjan vetur, svo vorum við inni á ættingum, og uppi í sveit og bara á flandri. Bara hryllingur.“ Og þú hugsaðir bara ekki aftur? „Já, bara kemur ekki til greina sko. Ég spurði einmitt þessa lögreglu hvert ég ætti að fara og þá sagði hann þið getið sofið bara í bílnum.“ Margrét hefur búið í Grindavík í þrjátíu ár og Magnús alla sína ævi. Hún segist ekki vera neinn þverhaus, bara manneskja sem vilji standa vörð um rétt sinn. „Þetta ætti náttúrulega að vera frjálst val, þú ert bara á þinni ábyrgð ef þú vilt ekki fara. Mér finnst að þetta ætti að vera svoleiðis af því að þú ert ekki að stofna neinum öðrum í hættu. Það þarf ekki að koma fram við mann eins og maður sé glæpamaður fyrir það eitt að vilja vera heima hjá sér.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21. nóvember 2024 12:00
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. 21. nóvember 2024 10:53
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10