Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar