Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 10:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira