Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 07:03 Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun