Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 08:51 Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar