Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:10 Hraunkælingin mun fara fram á meðan vinna verður í gangi við að hækka varnargarðana. Vísir/Vilhelm Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. „Það sem við erum að gera er að kæla hraunið með fram varnargarði L3 og erum að hefja kælingu við varnargarð L4,“ segir Helgi og það sé nú verið að undirbúa farveginn fyrir varnargarðaverktakana. Varnargarðarnir verja alla starfsemi í Svartsengi og Bláa lónið.Vísir/Vilhelm Hraunkæling hófst á laugardag. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í morgun að dregið hefði hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en að eldgosið hafi svo náð stöðugleika aftur um klukkan tvö í nótt. „Við teljum okkur sjá árangur. Ég er enginn hraunsérfræðingur en tilfinningin er sú að það sé árangur miðað við það hvernig þetta leit út fyrir tveimur dögum síðan. Þá voru augu að opnast í hraunkantinum sem við náðum að sprauta á,“ segir Helgi og að stuttu seinna hafi kanturinn verið orðinn dökkur og augun farin. Búnaðurinn sem er í notkun eru fjórar stórar dælur og dælir hver þeirra um 13 þúsund lítrum á mínútu. „Við erum með tvær í gangi núna,“ segir Helgi en að auk þess séu fjórir kílómetrar af tíu tommu slöngum og sex kílómetrar af fimm tommu slöngum. Hann segir smá vatnsskort vegna kuldans því það fari meira í að hita húsin á Reykjanesi en vatnið nægi í það sem þeir eru að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58 Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30 Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
„Það sem við erum að gera er að kæla hraunið með fram varnargarði L3 og erum að hefja kælingu við varnargarð L4,“ segir Helgi og það sé nú verið að undirbúa farveginn fyrir varnargarðaverktakana. Varnargarðarnir verja alla starfsemi í Svartsengi og Bláa lónið.Vísir/Vilhelm Hraunkæling hófst á laugardag. Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í morgun að dregið hefði hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en að eldgosið hafi svo náð stöðugleika aftur um klukkan tvö í nótt. „Við teljum okkur sjá árangur. Ég er enginn hraunsérfræðingur en tilfinningin er sú að það sé árangur miðað við það hvernig þetta leit út fyrir tveimur dögum síðan. Þá voru augu að opnast í hraunkantinum sem við náðum að sprauta á,“ segir Helgi og að stuttu seinna hafi kanturinn verið orðinn dökkur og augun farin. Búnaðurinn sem er í notkun eru fjórar stórar dælur og dælir hver þeirra um 13 þúsund lítrum á mínútu. „Við erum með tvær í gangi núna,“ segir Helgi en að auk þess séu fjórir kílómetrar af tíu tommu slöngum og sex kílómetrar af fimm tommu slöngum. Hann segir smá vatnsskort vegna kuldans því það fari meira í að hita húsin á Reykjanesi en vatnið nægi í það sem þeir eru að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58 Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30 Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Sundhnúksgígaröðin að verða búin Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. 24. nóvember 2024 12:58
Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Vinna við að kæla hraunið við varnargarðinn kringum Svartsengi og Bláa lónið hefur gengið mjög vel. Kælingin hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi og mun halda áfram á meðan verið er að hækka varnargarðinn. 24. nóvember 2024 10:30
Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Eldgosið í Sundhnúkagígsröðinni sýnir þess engin merki að hafa minnkað. Samkvæmt Veðurstofunni hafa engar sýnilegar breytingar orðið á hraunflæði eða krafti í nótt. 24. nóvember 2024 07:19