Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:02 Innflytjendur og aðgerðasinnar mótmæla fyrirætlunum Trump í New York. Getty/Stephanie Keith Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Þá hafa háskólar ráðlagt erlendum nemendum að snúa aftur heim úr jólafríi áður en Donald Trump sver embættiseið í janúar. Frá þessu greinir New York Times og ræðir meðal annars við Yaneth Campuzano, 30 ára hugbúnaðarverkfræðing í Houston. Campuzano var aðeins tveggja mánaða gömul þegar hún kom til Bandaríkjanna og var ein þeirra sem féll undir Deferred Action for Childhood Arrivals (DACA), sem komið var á í stjórnartíð Barack Obama. Áætlunin gerði hundruðum þúsunda einstaklinga sem voru fluttir til landsins sem börn kleift að dvelja áfram á vinnuleyfi. DACA sætti hins vegar árásum í fyrri stjórnartíð Trump og málaferli standa yfir um áætlunina, sem gæti auðveldað Trump að afnema hana þegar hann sest aftur í Hvíta húsið. Eitt af stóru málunum í kosningabaráttu Trump var að koma ólöglegum innflytjendum úr landi og á dögunum sagðist hann hafa í hyggju að lýsa yfir neyðarástandi og beita hernum við brottflutninginn. Það eru hins vegar ekki aðeins ólöglegir innflytjendur sem eru uggandi um stöðu sína heldur einnig einstaklingar sem hafa fengið svokallað „græna kort“ en eru ekki ríkisborgarar. Sérfræðingar segja þá ekki síður leita ráðgjafar. Ólöglegir innflytjendur hyggist margir flýta brúðkaupum áður en Trump tekur við og einstaklingar með græna kortið að sækja um ríkisborgararétt. Búa sig undir það versta „Við erum óttaslegnari í þetta sinn, vegna alls þess sem Trump segist munu gera þegar hann öðlast vald á ný,“ segir Silvia Campos, ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó, sem býr í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og þremur börnum. Tvö barnanna eru bandarískir ríkisborgarar. Campos sótti fræðslufund á dögunum og skrifaði í kjölfarið upp á yfirlýsingu um að börnin hennar ættu að fara til systur hennar, sem er bandarískur ríkisborgari, ef hún yrði handtekin. Þá hefur hún átt samtal við börnin, sem eru á aldrinum 14 til 17 ára, til að útskýra fyrir þeim hvað gæti gerst. Þeir sem munu líklega fara fyrir málaflokknum í stjórnartíð Trump hafa sagt að það verði forgangsmál að senda úr landi glæpamenn og þá sem þegar hafa fengið tilkynningu um brottvísun. Hins vegar verði einnig ráðist í vinnustaðaheimsóknir og fleiri úrræði í kjölfarið. Yfirvöld í Texas hafa þegar boðið fram land undir umfangsmiklar úrvinnslustöðvar sem stendur til að reisa. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira