Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 13:32 Sara Þöll Finnbogadóttir er í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins. LUF Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF. Félagasamtök Belgía Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF.
Félagasamtök Belgía Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels