Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 13:34 Ljósið sem sést fyrir miðju myndarinnar, á milli trjánna, er frá vígahnettinum. LRH Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn.
Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira