Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar 26. nóvember 2024 17:13 Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landsbankinn Baldur Borgþórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun