Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 22:01 Það er mikilvægt að bera sig rétt að í kjörklefanum vilji maður forðast að ógilda atkvæði sitt. Vísir/Vilhelm Það er grundvallaratriði að eiga ekki við lista annarra flokka en þess sem maður hyggst kjósa en slíkt getur ógilt kjörseðilinn. Þetta segir formaður landskjörstjórnar. Dæmi eru um að fólk setji önnur tákn en kross á kjörseðil og kasti þannig atkvæði sínu á glæ. Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar, sem sett voru fram í gríni, þar sem hann hvetur Sjálfstæðismenn til að strika sig út á kjörseðli vöktu umtal í gær. Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins brást við ummælunum með því að hvetja kjósendur flokksins til að gera það alls ekki, enda myndi það ógilda kjörseðilinn. Til að koma í veg fyrir allan misskilning spurðum við formann Landskjörstjórnar, hvað má og hvað má ekki gera við kjörseðil til að koma í veg fyrir að ógilda seðilinn. Má aðeins eiga við einn lista „Það er grundvallarregla að þú mátt ekki eiga neitt við aðra lista heldur en þann lista sem þú kýst. Síðan er það sem má gera við listann, það er hægt að strika út einstaka frambjóðendur, það þarf bara að passa sig að skilja alltaf að minnsta kosti einn frambjóðenda eftir því að annars er seðillinn ógildur. Síðan má líka endurraða, merkja með einum, tveimur, þremur, ef að fólk vill breyta röðinni á listanum,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Þá skiptir líka máli hvernig merkt er við listann sem maður hyggst kjósa. Þótt það geti verið freistandi að gera til dæmis broskall, hjarta eða annað tákn við þann lista sem maður vill kjósa, þá ógildir það líka kjörseðilinn. Annað krot, skrif eða teikningar á kjörseðli ógildir hann líka. En hvaða máli skiptir það hvort maður gerir kross eða annað tákn í kassann við þann lista sem maður hyggst kjósa? „Lögin segja að maður eigi að setja x í kassann þannig að það er bara einfaldast að fara eftir lögunum. Síðan líka ef það eru komin einhver önnur tákn eða einhver önnur skrif á kjörseðilinn þá er hann auðkenndur, og það má ekki auðkenna atkvæðið,“ svarar Kristín. Stimplað eða skrifað er á kjörseðil sé kosið utankjörfundar en á kjördag skal setja kross við lista.Vísir/Vilhelm Sama gildir um kosningu utan kjörfundar þótt þeir kjörseðlar líti öðruvísi út. „Það eru aðeins aðrar reglur varðandi utankjörfundinn af því að sá kjörseðill lítur allt öðruvísi út. En engu að síður þá má ekki auðkenna hann. En það er náttúrlega líka hægt að strika út eða endurraða á þeim seðlum, þá er bara nafnið ritað inn á eftir að það er búið að stimpla eða rita listabókstafinn og síðan þá strikað yfir nafnið, eða endurraða í númerum líka, það er líka heimilt utan kjörfundar,“ segir Kristín. Hægt að fá nýjan kjörseðil Hún bendir einnig á að það er heimild fyrir því að fara fram úr kjörklefanum og fá nýjan kjörseðil, telji maður sig hafa gert mistök. „Ef að fólk fer inn í kjörklefann og heldur kannski að það hafi gert óvart ógilt atkvæðið, þá getur það komið með - og án þess að sýna atkvæðið, en afhent kjörstjórninni aftur kjörseðilinn og fengið nýjan, það er líka heimilt,“ útskýrir Kristín. Hvað er það algengasta í gegnum tíðina sem þið hafið séð sem ógildir kjörseðilinn? „Það er ýmislegt, en það er nú oft þá er það einmitt einhverjar svona teikningar sem eru settar inn á seðilinn hér og þar, eða það er verið að eiga við aðra lista heldur en verið er að kjósa til dæmis.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira