FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:02 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra var meðal þeirra sem tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Vísir/Berghildur Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún. Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún.
Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira