Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 23:03 Teikningar Alríkislögreglunnar byggðar á lýsingum af D.B. Cooper. FBI Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974. Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974.
Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira