Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:53 Skaðaminnkun – Afglæpavæðing – Borgaralaun – Gagnsæi. Þessi mál mættu Píratar með fyrstir á hið hátimbraða íslenska alþingi og þar sem ég er Pírati, þá ætla ég að senda félögum mínum á þingi og í baráttunni hvatningu til að eigna sér það af meiri festu en hingað til hefur tíðkast hjá þessum elskum sem spillingin, sjálftakan, afturhaldið og riddarar upplýsingaóreiðunnar óttast svo mikið. Þegar Píratar mættu á þingið með málefni sitt um afglæpavæðingu neysluskammta og hugmyndafræði skaðaminnkunar, sem var þá orðið málefni í daglegu tali í vestrænum heimi, lagði hlátursrokur upp úr sveittum hálsum bindishnúta á hinu íslenska alþingi sem var þá þéttsetið af gamaldags íhaldi sem aldrei hafði heyrt á annað eins minnst. Það var fussað og sveiað yfir þessum „skríl“ á sokkaleistunum sem voru mættir með usla á heilagt þingið. Nokkrir stólagrónir á þinginu reyndu að kalla Pírata dópista og vandræðapakk, það var vandræðalegt en líka ómaklegt. Vegna þrjósku Pírata og málefnalegri ýtni þá urðu þessar hugmyndir að daglegu tali á vörum þjóðarinnar og ónefndir flokkar suðu saman hálfkáks frumvörp til að sýnast vera með á nótunum, með öðrum orðum, stálu málinu af Pírötum þynntu það aðeins út, til að leggja það sjálf fram. En Píratar vörðu ekki tíma í að syrgja þau óheilindi, því að eitt helsta mottó Pírata er að það sé „sama hver eldinn annast, ef af honum blessun hlýst“ og því var þetta hinum harðgerðu og vinnusömu Pírötum að meinalausu. Afleiðingin er sú að nú tölum við fólkið í landinu um skaðaminnkun og afglæpavæðingu eins og við séum þjóð meðal þjóða en ekki eitthvað afturhalds fáfræðis eyland. Þrjósku Píratarnir. Þegar svo þessir Píratar mættu með sitt linnulausa raus um gagnsæja stjórnsýslu og gerðu þá í leiðinni spillingu í íslensku stjórnkerfi að umræðuefni var ekki hlegið svo mikið, það var óþægilegt, af því hér var engin spilling „LOOK OVER THERE!“ ekki frekar en núna, muniði, Ísland er algerlega laust við spillingu ,,LOOK OVER THERE“ segja þessi afturhaldsöfl með öðrum helmingi tungunnar á meðan þeir moka ofan í pokann sinn með hinum helmingnum og rukka svo almenning. Óþægilegu Píratarnir Píratar eru stundum óþægilegir af því þeir segja satt og svo opna þeir gömul þjóðarklósett sem ekki hefur verið sturtað niður úr lengi og setja á sig hanskana. Fyrir það er híað á þá, af þeim sem eiga innihaldið í klósettinu. Fyrir Pírötum er það eins og að skvetta vatni á gæs. Píratar hafa botnlausan áhuga á að uppræta spillingu með gagnsærri stjórnsýslu til að samfélagið verði sanngjarnara og betra fyrir almenning. Þeir hafa engan persónulegan áhuga á slúbbertunum sem skítinn eiga. Þeir halda áfram að vinna og ýta af því að Píratar hafa aðeins áhuga á samfélaginu, sanngirni og fólkinu í landinu og framtíðinni og velferð veraldarinnar. Borgaralaun. Þegar Píratar voru svo búnir að hrista af sér meinfýsnar athugasemdir þeirra sem aðhyllast afturhald og afneitun þá kom að borgaralaunum. Þá frussaðist nú heldur betur upp úr gromsuðum bollunum. En því miður þá er veröldin á svo mikilli heljarþröm og efnahagur Íslands í svo mikilli klessu á baki almennings, sem er afrek fráfarandi ríkisstjórnar og öfga-hægri afla, að það hefur ekki verið tími fyrir umræðu um borgaralaun, það er lúxus umræða sem þarf að taka þegar búið er að þrífa klósettið. Það er hinsvegar umræða sem er ekki ný af nálinni í löndum í kringum okkur, vissulega tilraunakennd, en mál sem þarf að skoða með verkalýðshreyfingum og fleirum og tengist sjálfvirknivæðingu á vinnumarkaði sem er nú þegar farin að segja til sín í breyttum heimi. Eins og áður verða Píratar ekki hræddir við þá umræðu en þeir verða að vera á þingi til að sú umræða verði að veruleika. Raunar til að allt það sem hér er talið verði að veruleika. Þjóðarmorð. Þegar ljóst var að við vorum að horfa upp á þjóðarmorð í beinni útsendingu voru Píratar fyrstir til að fordæma þjóðarmorð og nú fylgir alþjóðasamfélagið loksins í kjölfarið. Þeir gerðu það vegna þess að þeir eru með puttann á púlsinum alltaf. Eins og Kristinn Hrafnson fréttamaður og baráttumaður fyrir lífi Julian Assange og baráttumaður fyrir því að sendiboðinn sé ekki drepinn heldur bréfið sem hann kom með lesið, segir í facebook færslu sinni um samtöl sín við þingmenn um þetta stóra málefni sem skók gildi sannleikans í heiminum: ,,Þingmenn Pírata skáru sig úr. Hreinir og beinir í samskiptum og fljótir að skilja hismið frá kjarna málsins.” Einmitt, topp stjórnmálafólk með puttann á púlsinum þegar kemur að mannréttindum og skapandi hugsun í að breyta heiminum og óhræddir við óttann sem grípur gamaldags afturhaldið þegar þeir brydda upp á málefnum sem varða veröldina. Við þurfum á Pírötum að halda sem aldrei fyrr. Enginn er spámaður í eigin landi. Ég hef lengi velt því fyrir mér afhverju störf Pírata eru hunsuð í umræðunni, en sú gáta er ráðin. Það kemur til af því að þeir eru næs, láta sig litlu varða þegar þeirra hugmyndir eru teknar og þær útfærðar í útvötnuðum búningi, það heitir auðvitað að skreyta sig stolnum fjöðrum, eins og áður segir. En, það er tími til komin að átta sig á að þessar hugmyndir koma frá Pírötum og það eru og hafa verið Píratar sem óhræddir vekja máls á því sem er afturhaldinu framandi, því það fylgist illa með og lætur sig gæði samfélagsins litlu varða. Í Markúsarguðspjalli 6. Kafla segir frá Jesú Kristi komnum á heimaslóðir að predika réttlæti og frið. Hann er að bisa við að benda fólki á kúgunina, spillinguna og sjálftökuna sem er stjórnlaus í kringum hann og fólkið. Fólkið rak upp stór augu segir í guðspjallinu og er aldeilis hissa á þessu tali. Þá verður jesú að orði: „Hvergi er spámaður minna metin en í eigin landi“ Ég býst við að flestir þekki þetta svona: „Enginn er spámaður í eigin landi“ En ef þú heldur áfram, eins og kristur og Píratar, þá síast boðskapurinn á endanum inn hjá þeim sem eyrun hafa og orðin skilja. Afturhald og afvegaleiðingar. Í hinum pólitíska umræðuþætti Silfrinu síðastliðinn mánudag þann 25.nóvember var ansi vandræðaleg sena, þar sem ritstjóri Þjóðmála, Gísli Freyr Valdórsson, lét í ljós vanþekkingu sína á Pírötum og talaði eins og hann hefði sofið í nokkur ár á meðan Píratar hafa staðið í þessari kröftugu frumkvöðla baráttu sinni fyrir jöfnuði, mannréttindum og afhjúpun spillingar, ásamt öðru sem er upp talið. En auðvitað var hann ekki sofandi í nokkur ár, hann var að gera það sem þessi öfl gera, slá ryki í augu fólks með afvegaleiðingu og upplýsingaóreiðu og mikið andskoti er það orðið þreytt. Mér heyrðist hann þar að auki tauta eitthvað um að Þórhildur Sunna væri á endalausu flandri um Evrópu á hinum og þessum þingum og fussaði lítið eitt eins og kotbóndi í afdal yfir molakaffi og aftur gapti ég yfir hvar þessi maður hefði alið manninn undanfarin ár. Þórhildur Sunna á flandri? Hámenntuð konan í lagabókstaf mannréttindamála á heimsvísu og í Evrópudómstól og þar hefur hún verið fulltrúi okkar, með puttann á púlsinum og okkur til endalauss sóma. Aftur, afhverju er verið að hóa í svona fýra þar sem eiga að fara fram vitrænar samræður á milli fólks? Ég kaupi ekki að umræddur ritstjóri sé svona mikið úti á túni. Er svona tal og hegðun ekki orðin heldur þreytt og lúin? Að lokum. Píratar mega ekki detta út af þingi, þeir eru þessi rödd sem enginn annar þorir að vera eða getur verið, nema óttalausi frumkvöðullinn. Við sem þjóð erum í vondum málum ef við missum þessa rödd af þingi. Kjósið taktískt og öðruvísi til að tryggja að Píratar hverfi ekki úr íslenskum stjórnmálum. Fjarvera þeirra gæti reynst okkur dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Skaðaminnkun – Afglæpavæðing – Borgaralaun – Gagnsæi. Þessi mál mættu Píratar með fyrstir á hið hátimbraða íslenska alþingi og þar sem ég er Pírati, þá ætla ég að senda félögum mínum á þingi og í baráttunni hvatningu til að eigna sér það af meiri festu en hingað til hefur tíðkast hjá þessum elskum sem spillingin, sjálftakan, afturhaldið og riddarar upplýsingaóreiðunnar óttast svo mikið. Þegar Píratar mættu á þingið með málefni sitt um afglæpavæðingu neysluskammta og hugmyndafræði skaðaminnkunar, sem var þá orðið málefni í daglegu tali í vestrænum heimi, lagði hlátursrokur upp úr sveittum hálsum bindishnúta á hinu íslenska alþingi sem var þá þéttsetið af gamaldags íhaldi sem aldrei hafði heyrt á annað eins minnst. Það var fussað og sveiað yfir þessum „skríl“ á sokkaleistunum sem voru mættir með usla á heilagt þingið. Nokkrir stólagrónir á þinginu reyndu að kalla Pírata dópista og vandræðapakk, það var vandræðalegt en líka ómaklegt. Vegna þrjósku Pírata og málefnalegri ýtni þá urðu þessar hugmyndir að daglegu tali á vörum þjóðarinnar og ónefndir flokkar suðu saman hálfkáks frumvörp til að sýnast vera með á nótunum, með öðrum orðum, stálu málinu af Pírötum þynntu það aðeins út, til að leggja það sjálf fram. En Píratar vörðu ekki tíma í að syrgja þau óheilindi, því að eitt helsta mottó Pírata er að það sé „sama hver eldinn annast, ef af honum blessun hlýst“ og því var þetta hinum harðgerðu og vinnusömu Pírötum að meinalausu. Afleiðingin er sú að nú tölum við fólkið í landinu um skaðaminnkun og afglæpavæðingu eins og við séum þjóð meðal þjóða en ekki eitthvað afturhalds fáfræðis eyland. Þrjósku Píratarnir. Þegar svo þessir Píratar mættu með sitt linnulausa raus um gagnsæja stjórnsýslu og gerðu þá í leiðinni spillingu í íslensku stjórnkerfi að umræðuefni var ekki hlegið svo mikið, það var óþægilegt, af því hér var engin spilling „LOOK OVER THERE!“ ekki frekar en núna, muniði, Ísland er algerlega laust við spillingu ,,LOOK OVER THERE“ segja þessi afturhaldsöfl með öðrum helmingi tungunnar á meðan þeir moka ofan í pokann sinn með hinum helmingnum og rukka svo almenning. Óþægilegu Píratarnir Píratar eru stundum óþægilegir af því þeir segja satt og svo opna þeir gömul þjóðarklósett sem ekki hefur verið sturtað niður úr lengi og setja á sig hanskana. Fyrir það er híað á þá, af þeim sem eiga innihaldið í klósettinu. Fyrir Pírötum er það eins og að skvetta vatni á gæs. Píratar hafa botnlausan áhuga á að uppræta spillingu með gagnsærri stjórnsýslu til að samfélagið verði sanngjarnara og betra fyrir almenning. Þeir hafa engan persónulegan áhuga á slúbbertunum sem skítinn eiga. Þeir halda áfram að vinna og ýta af því að Píratar hafa aðeins áhuga á samfélaginu, sanngirni og fólkinu í landinu og framtíðinni og velferð veraldarinnar. Borgaralaun. Þegar Píratar voru svo búnir að hrista af sér meinfýsnar athugasemdir þeirra sem aðhyllast afturhald og afneitun þá kom að borgaralaunum. Þá frussaðist nú heldur betur upp úr gromsuðum bollunum. En því miður þá er veröldin á svo mikilli heljarþröm og efnahagur Íslands í svo mikilli klessu á baki almennings, sem er afrek fráfarandi ríkisstjórnar og öfga-hægri afla, að það hefur ekki verið tími fyrir umræðu um borgaralaun, það er lúxus umræða sem þarf að taka þegar búið er að þrífa klósettið. Það er hinsvegar umræða sem er ekki ný af nálinni í löndum í kringum okkur, vissulega tilraunakennd, en mál sem þarf að skoða með verkalýðshreyfingum og fleirum og tengist sjálfvirknivæðingu á vinnumarkaði sem er nú þegar farin að segja til sín í breyttum heimi. Eins og áður verða Píratar ekki hræddir við þá umræðu en þeir verða að vera á þingi til að sú umræða verði að veruleika. Raunar til að allt það sem hér er talið verði að veruleika. Þjóðarmorð. Þegar ljóst var að við vorum að horfa upp á þjóðarmorð í beinni útsendingu voru Píratar fyrstir til að fordæma þjóðarmorð og nú fylgir alþjóðasamfélagið loksins í kjölfarið. Þeir gerðu það vegna þess að þeir eru með puttann á púlsinum alltaf. Eins og Kristinn Hrafnson fréttamaður og baráttumaður fyrir lífi Julian Assange og baráttumaður fyrir því að sendiboðinn sé ekki drepinn heldur bréfið sem hann kom með lesið, segir í facebook færslu sinni um samtöl sín við þingmenn um þetta stóra málefni sem skók gildi sannleikans í heiminum: ,,Þingmenn Pírata skáru sig úr. Hreinir og beinir í samskiptum og fljótir að skilja hismið frá kjarna málsins.” Einmitt, topp stjórnmálafólk með puttann á púlsinum þegar kemur að mannréttindum og skapandi hugsun í að breyta heiminum og óhræddir við óttann sem grípur gamaldags afturhaldið þegar þeir brydda upp á málefnum sem varða veröldina. Við þurfum á Pírötum að halda sem aldrei fyrr. Enginn er spámaður í eigin landi. Ég hef lengi velt því fyrir mér afhverju störf Pírata eru hunsuð í umræðunni, en sú gáta er ráðin. Það kemur til af því að þeir eru næs, láta sig litlu varða þegar þeirra hugmyndir eru teknar og þær útfærðar í útvötnuðum búningi, það heitir auðvitað að skreyta sig stolnum fjöðrum, eins og áður segir. En, það er tími til komin að átta sig á að þessar hugmyndir koma frá Pírötum og það eru og hafa verið Píratar sem óhræddir vekja máls á því sem er afturhaldinu framandi, því það fylgist illa með og lætur sig gæði samfélagsins litlu varða. Í Markúsarguðspjalli 6. Kafla segir frá Jesú Kristi komnum á heimaslóðir að predika réttlæti og frið. Hann er að bisa við að benda fólki á kúgunina, spillinguna og sjálftökuna sem er stjórnlaus í kringum hann og fólkið. Fólkið rak upp stór augu segir í guðspjallinu og er aldeilis hissa á þessu tali. Þá verður jesú að orði: „Hvergi er spámaður minna metin en í eigin landi“ Ég býst við að flestir þekki þetta svona: „Enginn er spámaður í eigin landi“ En ef þú heldur áfram, eins og kristur og Píratar, þá síast boðskapurinn á endanum inn hjá þeim sem eyrun hafa og orðin skilja. Afturhald og afvegaleiðingar. Í hinum pólitíska umræðuþætti Silfrinu síðastliðinn mánudag þann 25.nóvember var ansi vandræðaleg sena, þar sem ritstjóri Þjóðmála, Gísli Freyr Valdórsson, lét í ljós vanþekkingu sína á Pírötum og talaði eins og hann hefði sofið í nokkur ár á meðan Píratar hafa staðið í þessari kröftugu frumkvöðla baráttu sinni fyrir jöfnuði, mannréttindum og afhjúpun spillingar, ásamt öðru sem er upp talið. En auðvitað var hann ekki sofandi í nokkur ár, hann var að gera það sem þessi öfl gera, slá ryki í augu fólks með afvegaleiðingu og upplýsingaóreiðu og mikið andskoti er það orðið þreytt. Mér heyrðist hann þar að auki tauta eitthvað um að Þórhildur Sunna væri á endalausu flandri um Evrópu á hinum og þessum þingum og fussaði lítið eitt eins og kotbóndi í afdal yfir molakaffi og aftur gapti ég yfir hvar þessi maður hefði alið manninn undanfarin ár. Þórhildur Sunna á flandri? Hámenntuð konan í lagabókstaf mannréttindamála á heimsvísu og í Evrópudómstól og þar hefur hún verið fulltrúi okkar, með puttann á púlsinum og okkur til endalauss sóma. Aftur, afhverju er verið að hóa í svona fýra þar sem eiga að fara fram vitrænar samræður á milli fólks? Ég kaupi ekki að umræddur ritstjóri sé svona mikið úti á túni. Er svona tal og hegðun ekki orðin heldur þreytt og lúin? Að lokum. Píratar mega ekki detta út af þingi, þeir eru þessi rödd sem enginn annar þorir að vera eða getur verið, nema óttalausi frumkvöðullinn. Við sem þjóð erum í vondum málum ef við missum þessa rödd af þingi. Kjósið taktískt og öðruvísi til að tryggja að Píratar hverfi ekki úr íslenskum stjórnmálum. Fjarvera þeirra gæti reynst okkur dýrkeypt.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun