„Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 21:40 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Jón Gautur Grindavík vann átta stiga útisigur gegn Keflavík 96-104. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Sjá meira
„Þetta var mjög stórt og allir sigrar í þessari deild eru mjög mikilvægir og það er alltaf gaman að vinna hér í Keflavík. Það var erfitt að fara með óbragð í munninn inn í pásuna en að koma svona til baka gefur okkur helling,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson eftir leik. Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og barátta liðsins skein í gegn sem gerði það að verkum að gestirnir voru þrettán stigum yfir í hálfleik 47-60. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og orkustigið var hátt og þá komum við með áhlaup. Varnarlega vorum við að gera vel og það var mikið af auðveldum körfum sem fylgdu í kjölfarið.“ Eftir flottan fyrri hálfleik voru Keflvíkingar betri í þriðja leikhluta og heimamenn voru yfir þegar haldið var í síðustu lotu. „Við töluðum um það í hálfleik að byggja ofan á það sem við gerðum í fyrri hálfleik en Keflavík er með gott lið og þeir fóru að berja frá sér og komu til baka en hrós á okkur fyrir að slá frá okkur og klára þetta með sæmd.“ Jóhann var afar ánægður með fjórða leikhluta Grindavíkur þar sem liðið fann sama takt og í fyrri hálfleik sem skilaði að lokum sigri. „Við settum stór skot ofan í. Daniel Mortensen er mjög góður og hann er töluvert betri en í fyrra og gerði vel í kvöld og það var það sem skóp þennan sigur.“ Aðspurður út í hvort Grindavík hafi verið að senda einhver skilaboð með þessum sigri á heimavelli Keflavíkur sagði Jóhann að svo væri ekki. „Ég veit það nú ekki. Það eru ekki einu sinni komin jól og við erum að fara aftur í Reykjanesbæ næsta fimmtudag þar sem við mætum Njarðvík,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Sjá meira