Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 16:58 Málið var höfðað af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels