Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Árni Sæberg skrifar 3. desember 2024 16:29 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í sautjánda lið breytingartillagnanna, um sölu á bílastæðahúsum í eigu Reykjavíkurborgar, segir að lagt sé til að bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar, sem rekin eru af Bílastæðasjóði, verði seld. Þeirri kvöð verði þinglýst á húsin að þar skuli rekin bílastæðaþjónusta og önnur tilheyrandi þjónusta við bifreiðar og aðra fararmáta. Söluandvirðið verði nýtt til að lækka skuldir og fjármagnskostnað Reykjavíkurborgar. Yrði ekki nýlunda Á dögunum tilkynnti borgin að tilboði Reykjavík Development ehf. upp á 752,5 milljónir í 125 bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu hefði verið tekið. Reykjavík Development er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda ÞG verks. Færi betur í höndum einkaaðila Í annarri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 og fjármálastefnu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 2025 til 2029 kynnti Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tillöguna um sölu á bílastæðahúsunum, auk annarra tillagna. Fundinn má sjá í spilaranum hér að neðan: „Rekstur bílastæðahúsa er ekki skyldubundið hlutverk sveitarfélagsins og færi mun betur í höndum einkaaðila, enda hefur einkaframtakið almennt tilhneigingu til að standa betur að hvers kyns þjónustu og rekstri, en hið opinbera“, sagði Hildur. Telja hægt að sækja tólf milljarða Hildur sagði að tap af rekstri bílastæðahúsanna hafi verið 168 milljónir króna árið 2022, 132 milljónir króna 2023 og væri áætlað 155 milljónir króna 2024. „Mun betur mætti standa að rekstri þessara húsa, til að mynda með sólarhringsopnun og fjölbreyttri þjónustu við bíleigendur og jafnvel notendur annarra fararmáta.“ Tillagan geri ráð fyrir því að söluandvirði bílastæðahúsanna myndi renna til lækkunar skulda og fjármagnskostnaðar borgarsjóðs. „Við teljum söluandvirði húsanna geta verið að minnsta kosti tólf milljarðar, en að líkindum mun meira. Skynsamlegt væri að nýta söluandvirðið til niðurgreiðslu skulda, enda ekki vanþörf á í tilfelli borgarsjóðs,“ sagði Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira