Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 16:10 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“ Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Stéttarfélagið Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, baðst undan viðtali þegar fréttastofa leitaði viðbragða í dag en hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hafi reynt að semja við Eflingu frá stofnun „Í ljósi málflutnings Eflingar í fjölmiðlum er vert að taka fram að allt frá stofnun SVEIT hafa samtökin, sem eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði, haft það markmið að gera kjarasamning við Eflingu. Meðal annars farið svo langt að leita til félagsdóms. Ítrekað hefur óskum SVEIT um kjaraviðræður verið hafnað. Ef vilji Eflingar er sá að eiga samningaviðræður standa dyr SVEIT sannarlega opnar,“ segir í yfirlýsingunni. SVEIT kjósi eftir sem áður að taka ekki þátt í þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafi einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi. Félagafrelsi sé grundvallarréttur á íslenskum vinnumarkaði og réttur SVEIT til að ganga til samninga við þann aðila sem félagið kýs sé skýr. Stjórn SVEIT og Virðing stéttarfélag hafi skrifað undir kjarasamning vegna starfa í veitingageiranum. Samningurinn hafi tekið gildi 1. nóvember 2024 og gildi til 1. nóvember 2028. Nauðsynleg skref SVEIT og Virðing séu sammála um að greinin í heild taki með nýjum kjarasamningi nauðsynlegt skref í átt að stöðugleika og bættri samkeppnishæfni, jafnt fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Með samningnum hækki grunnlaun í veitingarekstri um þrjú prósent ofan á grunntaxta Stöðugleikasamningsins. Fyrir liggi mörg dæmi um samskonar grundvallarbreytingar og samningur SVEIT og Virðingar kveður á um. Þau séu meðal annars að finna í fyrirtækjaþætti Stöðugleikasamningsins og nýs kjarasamnings faglærðra í greininni. „Kjarasamningur sem byggir á eðli veitingareksturs hefur verið eitt helsta markmið SVEIT frá stofnun samtakanna. Það er því ánægjulegt að slíkur samningur sé í höfn. Fyrir liggur að SVEIT hefur gert löglegan kjarasamning við skráð stéttarfélag og hafnar alfarið þeim ásökunum um að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með samningnum. Þvert á móti eru dagvinnulaun að hækka meira en Efling náði fram í Stöðugleikasamningnum.“
Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira