„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. desember 2024 22:33 Ty-Shon Alexander lék sinn annan leik fyrir Keflavík í kvöld. getty/Ethan Miller Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. „Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira