Óttaðist um líf sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 22:36 Hafdís Bára, sem býr í nágrenni við Vopnafjörð, segir kerfið hafa brugðist sér. facebook/vísir/vilhlem Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss. Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss.
Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira