Óttaðist um líf sitt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 22:36 Hafdís Bára, sem býr í nágrenni við Vopnafjörð, segir kerfið hafa brugðist sér. facebook/vísir/vilhlem Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss. Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hafdís Bára Óskarsdóttir steig fram í viðtali Kastljóss á Rúv í kvöld. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 19. október, þremur dögum eftir umrædda árás sem átti sér stað á sveitabæ rétt utan við Vopnafjörð, þar sem Hafdís Bára sinnir hestamennsku, en hún er einnig iðjuþjálfi. Í umfjöllun um úrskurðinn kom fram að maðurinn væri grunaður um að hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri og að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ segir Hafdís Bára í viðtali við Kastljós þar sem hún lýsir atburðunum. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt; já ég ætla að drepa þig.“ Hafdís lýsir því að eftir að sambandi þeirra lauk hafi maðurinn tekið á leigu hús í næsta nágrenni fylgst með öllum hennar ferðum. Þann 13. október síðastliðinn hafi maðurinn komið óboðinn inn á heimili hennar og ráðist að henni. Barnavernd hafi óskað eftir nálgunarbanni fyrir Hafdísi og börnin en því verið hafnað. Þremur dögum síðar, þann 16. október, veittist maðurinn gegn henni með lífshættulegum aðferðum, líkt og lýst er í fyrrgreindum gæsluvarðhaldsúrskurði. Hafdís Bára lýsir því að maðurinn hafi komið að henni í skemmu við heimilið, óhugnanlega rólegur, þar til hann hafi látið til skarar skríða. Hann hafi reynt að stinga hana í kviðinn með járnkarli og notað hann svo til að herða að hálsi hennar. Hafdís lá á sjúkrahúsinu á Akureyri í nokkra daga með margs konar áverka. Hún kveðst þakklát þessum þjónustuaðilum en telur réttarkerfið hafa brugðist henni. „Það eru kannski til fullt af úrræðum en það eru ekki til neinar lausnir við þessum vanda.“ Eins og áður segir liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum, en núgildandi úrskurður rennur út miðvikudaginn næsta. Umfjöllun Kastljóss.
Vopnafjörður Lögreglumál Heimilisofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira