Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 08:55 Sundlaugin í Vík í Mýrdal er sambyggð íþróttahúsi og líkamsræktarstöð. Þar verður aðeins einn laugarvörður að störfum í vetur og fram á vor. Mýrdalshreppur Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess. Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum. Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið neitaði að samþykkja tilkynningu Mýrdalshrepps í ágúst um að sveitarfélagið ætlaði að nýta sér heimild til þess að hafa aðeins einn starfsmanna á vakt í sundlaug Mýrdalshrepps í Vík frá 1. september til 31. maí. Sundlaugin er í sameiginlegu húsnæði með íþróttahúsi og líkamsræktaraðstöðu. Hreppurinn tilkynnti á sama tíma að hann ætlaði að nýta heimild til þess að hafa líkamsræktarstöðina ómannaða. Á meðal þess sem eftirlitið setti fyrir sig var að íþróttasalurinn gæti ekki verið ómannaður vegna öryggis barna sem nýttu sér hann. Gestir og börn gætu leitað til laugarvarðar ef enginn væri á staðnum og truflanir gætu haft neikvæð áhrif á hæfni laugarvarðar til þess að fylgja með sundlauginni og tryggja öryggi þar. Því væri ekki raunhæft að hafa aðeins einn starfsmann á vakt. Ekki „flókin“ sundlaug Umhverfisráðuneytið neitaði að blanda sér í ágreining sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins og taldi deiluna frekar eiga heima hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin féllst ekki á mat heilbrigðiseftirlitsins að uppbygging sundlaugarinnar í Vík teldist „flókin“ í skilningi reglugerðar sem kveður á um aukna laugargæslu fyrir sundstaði sem séu lengri en fjörutíu metrar eða með flókna uppbyggingu. Þrátt fyrir að í Vík væri vaðlaug, heitur pottur, rennibraut, kaldur pottur og gufubað taldi úrskurðarnefndin að fyrst og fremst bæri að horfa á sundlaugarsvæðið sjálft. Ágæt yfirsýn væri yfir sundlaugina sem væri aðeins 16,7 metrar að lengd. Þá samþykkti nefndin rök hreppsins um að vakt og afgreiðsla sundlaugarinnar væri í sama rými með yfirsýn yfir laugina, nýtt myndavélakerfi hefði verið sett upp og að laugarverður kæmi ekki til með að sinna öðrum verkefnum. Þá væri til staðar fyrirfram skilgreindur aðili sem hann gæti hringt í þyrfti hann á liðsauka að halda. Benti úrskurðarnefndin sveitarfélaginu á að hygðist það hafa íþróttasal og líkamsræktarstöð ómannaða yrði það að setja á átján ára aldurstakmark fyrir notendur aðstöðunnar sem væru ekki í fylgd með fullorðnum.
Mýrdalshreppur Sundlaugar og baðlón Stjórnsýsla Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira