Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar 12. desember 2024 15:32 Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun