Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 21:02 Maðurinn hefur ekki áður afplánað dóm hér á landi svo vitað sé. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur. Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Í héraði hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna brotsins, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Maðurinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar og gerði þá kröfu um að hann yrði sýknaður. Til vara, kæmi til sakfellingar, krafðist hann vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms og dæmdi manninn til greiðslu alls áfrýjunarkostnaðar, sem nemur tæplega 1,4 milljónum króna. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, kemur fram að maðurinn hafi sunnudaginn 13. mars 2022 gengið inn í búningsklefa kvenna í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafi brotaþoli verið nakin og maðurinn gert athugasemdir við líkama hennar og spurt hana persónulegra spurninga og sagst vilja kvænast henni. Þá hafi hann boðið henni að sjá líkama sinn og byrjað að girða niður um sig eftir að stúlkan sagði „nei“. Með athæfinu hafi hann sært blygðunarsemi hennar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Sagðist hafa villst inn í klefann Í málavöxtum í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brotaþoli hafi síðan komið til föður síns í uppnámi og sagt honum að maður hefði áreitt sig í klefanum. Þau hafi síðan séð manninn sem um ræddi á strætóstoppistöð í grenndinni. Maðurinn hafi þá gengið til þeirra og faðirinn skammað hann og sagt að svona geri maður ekki. Hann hafi þá beðist afsökunar og hlaupið á brott. Í dómi Landsréttar kemur fram að framburður mannsins hafi tekið breytingum eftir að rannsókn á málinu hóst og stangist á við gögn málsins. Í skýrslutöku fyrir lögreglu hafi hann haldið því fram að stúlkan hafi verið klædd en fyrir dómi hafi hann sagt að hún hefði haft handklæði utan um sig. Þá sagðist maðurinn ekki hafa verið inn í klefanum lengur en þrjátíu sekúndur en upptökur úr öryggismyndavélum gáfu til kynna að hann hefði verið þar í um þrjár mínútur. Maðurinn bar jafnframt fyrir sig fyrir dómi að hann hafi farið inn í klefann fyrir slysni og vanþekking og tungumálavankunnátta hafi valdið því að hann hafi slysast þangað inn. En upptökur sýndu jafnframt að hann hefði margoft áður, bæði þann dag og daginn á undan, farið inn í kvennaklefann. Þá sýndu ljósmyndir af vettvangi að áberandi skilti sem sýndi að um kvennaklefa ræddi stóð fyrir utan klefann. Dómarar Landsréttar töldu því ólíkindablæ vera á þeirri skýringu mannsins að hann hefði villst inn í klefann. Framburður brotaþolans var talinn skýr og stöðugur.
Dómsmál Sundlaugar og baðlón Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira