Móðir banamannsins staðfesti líkindin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 13:20 Luigi Mangione var handtekinn eftir að starfsmaður á McDonalds kannaðist við hann. AP/Benjamin B. Braun Móðir Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er að hafa ráðið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna bana, sagði lögreglu frá því að sonur hennar gæti verið sá sem leitað var að. Fjölskylda banamannsins grunaða tilkynnti lögreglu að hans væri saknað um tveimur vikum fyrir morðið. Mangione er grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana á götunni í New York þann fjórða desmember síðastliðinn. Handtekinn með hljóðdeyfða þrívíddarprentaða byssu Mangione er 26 ára gamall og hefur verið ákærður í Pennsylvaníu, þar sem hann var handtekinn fyrir skjalafals og brot á vopnalögum. Hann var tekinn með þrívíddarprentaða byssu, hljóðdeyfi og fölsuð skilríki sem hann reyndi að framvísa. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir sjálft morðið í New York-ríki og til stendur að framselja hann þangað en hann er að reyna að koma í veg fyrir það. Móðir Mangione sagði við lögreglu þegar hún tilkynnti að hans væri saknað að hún hefði síðast rætt við son sinn fyrsta júlí og að hann hefði verið að vinna í San Francisco. Í kjölfar morðsins á Brian Thompson sá lögreglumaður í San Francisco myndina sem lögreglan í New York hafði dreift af grunuðum banamanninum og þótti hann líkjast Mangione. Móðirin staðfesti líkindin Samkvæmt NBC hafði lögreglan í San Francisco þá samband við alríkislögregluna í Bandaríkjunum varðandi málið. Lögreglan í New York hafði þá samband við móður Mangione sem sagði að myndirnar af hinum grunaða gætu verið af syni sínum. Degi síðar var Luigi Mangione svo handtekinn í bænum Altoona í Pennsylvaníuríki eftir að starfsmaður á veitingastað McDonalds kannaðist við hann úr eftirlýsingum lögreglu. Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Fjölskylda banamannsins grunaða tilkynnti lögreglu að hans væri saknað um tveimur vikum fyrir morðið. Mangione er grunaður um að hafa skotið Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, til bana á götunni í New York þann fjórða desmember síðastliðinn. Handtekinn með hljóðdeyfða þrívíddarprentaða byssu Mangione er 26 ára gamall og hefur verið ákærður í Pennsylvaníu, þar sem hann var handtekinn fyrir skjalafals og brot á vopnalögum. Hann var tekinn með þrívíddarprentaða byssu, hljóðdeyfi og fölsuð skilríki sem hann reyndi að framvísa. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir sjálft morðið í New York-ríki og til stendur að framselja hann þangað en hann er að reyna að koma í veg fyrir það. Móðir Mangione sagði við lögreglu þegar hún tilkynnti að hans væri saknað að hún hefði síðast rætt við son sinn fyrsta júlí og að hann hefði verið að vinna í San Francisco. Í kjölfar morðsins á Brian Thompson sá lögreglumaður í San Francisco myndina sem lögreglan í New York hafði dreift af grunuðum banamanninum og þótti hann líkjast Mangione. Móðirin staðfesti líkindin Samkvæmt NBC hafði lögreglan í San Francisco þá samband við alríkislögregluna í Bandaríkjunum varðandi málið. Lögreglan í New York hafði þá samband við móður Mangione sem sagði að myndirnar af hinum grunaða gætu verið af syni sínum. Degi síðar var Luigi Mangione svo handtekinn í bænum Altoona í Pennsylvaníuríki eftir að starfsmaður á veitingastað McDonalds kannaðist við hann úr eftirlýsingum lögreglu.
Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira