Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 16:05 Fjölmörg hús urðu fyrir miklum skemmdum og eru heilu hverfi og þorpin sögð í rúst. AP/Rainat Aliloiffa Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst. Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst.
Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34