Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. desember 2024 19:25 Vilborg hefur tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi. Stöð 2 Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“ Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Hjálparstarf krikjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör fyrir jólin. Enn er verið að taka saman endanlegan fjölda umsókna sem bárust fyrir þessi jól en þær eru á bilinu fimmtán til sautján hundruð. Á bak við þær tölur eru stórar fjölskyldur eða alls hátt í fimm þúsund manns. Fjöldi umsókna er svipaður og síðustu ár. „Það er svona tvennt sem að við verðum vör við. Það er annars vegar fólk sem að býr við mjög mikinn mínus um hver einustu mánaðarmóti sem kemur til okkar og það er þar sem húsaleigan er að taka öll launin og meira en það. Þú átt ekkert eftir. Þú átt ekki einu sinni fyrir mat eftir. Það er kannski ekki nýtt en það er svona viðvarandi og enn þá erfiðara í desember,“ segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Svo erum við náttúrulega líka að sjá, ég er að sjá umsóknir frá fólki, ég er búin að vera hér í tuttugu ár og ég er enn að sjá sömu fjölskyldunar sem að voru og þegar ég var að byrja. Það er fólk sem er fast á örorkubótum. Það verða engar breytingar. Þannig að það er bara fast þar og það er náttúrulega hræðilega sorglegt,“ segir hún. Húsaleiga á fimmta hundrað þúsund Hún segir dæmin sem þau sjái um stöðu fólks á leigumarkaði sláandi. „Við erum að sjá því miður húsaleigu alveg upp í fjögur hundruð og tuttugu þúsund,“ segir hún. „Það er þungur biti fyrir flesta alla launþega á landinu en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum er þetta náttúrulega svívirðilegur biti.“ Desembermánuður barnafjölskyldum erfiður Desembermánuður með öllum sínum útgjöldum í kringum jólin reynist þessum hópi því sérstaklega erfiður, sér í lagi barnafjölskyldum. „Ég dáist nú bara að því alltaf hjá þessum hóp sem er að koma til okkar. Bara útsjónarsemin og seiglan í fólki sem að á bara minna en ekki neitt. Ég gæti sjálf ekki sjálf ekki sýnt þessa útsjónarsemi þau gera einhvern veginn og samt að bara vera bjartsýn.“
Jól Hjálparstarf Þjóðkirkjan Húsnæðismál Fjölskyldumál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira