Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir skrifa 17. desember 2024 13:32 Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun