Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 08:38 Söngkonan Eden Golan var fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. EPA Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu. Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi. Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi.
Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Eurovision 2025 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira