Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 10:29 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels