Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2024 16:12 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Brot mannsins áttu sér stað árin 2020 og 2022, en fram kemur í málinu að fyrst hafi verið tilkynnt um meint heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni árið 2008 vegna óútskýrða áverka á höfði stúlkunnar, en þá mun hún hafa verið eins eða tveggja ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir tvö brot. Hið fyrra átti sér stað á tveggja daga tímabili í október 2020. Þar var honum gefið að sök að beita stúlkuna, sem þá var þrettán ára, líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Fyrri daginn hafi hann slegið hana ítrekað í bringuna og höfuð. Daginn eftir hafi hann pakkað fötum hennar í poka, og svo, þegar hún sat í sófa, gripið um og togað í fótlegg hennar. Fyrir vikið mun stúlkan hafa hlotið ýmsa áverka. Seinna brotið átti sér stað í febrúar 2022. Þá var manninum gefið að sök að grípa í handlegg stúlkunnar, og slá hana í höfuðið með disk. Aftur mun hún hafa hlotið ýmsa áverka. Í bréfi barnaverndar til lögreglu sem lá fyrir í málinu segir að alls lægju fyrir fimm tilkynningar um grun um heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni. Líkt og áður segir var sú elsta frá árinu 2008, þegar stúlkan hefur verið eins eða tveggja ára gömul. Hótaði að henda fötunum Þegar maðurinn var spurður út í fyrri ákæruliðinn fyrir dómi kvaðst hann leggja áherslu á það að heimili fjölskyldunnar væri snyrtilegt. Hann hefði í umrætt skipti farið í herbergi stúlkunnar og séð föt út um allt. Honum hafi verið brugðið við þá sjón og tekið óhrein föt og pakkað saman í svartan ruslapoka, og hótað stúlkunni að hann myndi henda þeim, en stúlkan hefði stöðvað hann. Þetta hefði leitt til rifrildis þeirra á milli og þau togast á um fötin. Fyrir dómi sagði hann mögulegt að stúlkan hefði hlotið áverka vegna þessa, en síðar í skýrslunni sagði hann að hún hefði ekki hlotið áverkana í þessum átökum. Í fyrstu neitaði hann því að hafa slegið stúlkuna í bringu og höfuð, en kvaðst svo ekki muna hvort það hefði gerst. Varðandi seinni ákæruliðinn neitaði maðurinn því að hafa slegið stúlkuna í höfuðið með diski. Hann sagði þau hafa verið að rífast og að stúlkan hefði notað ljót orð og sett fingur í andlit hans. Hann sagði þau bæði hafa misst stjórn á sér. Hún hafi öskrað á hann og hann brugðist við með því að taka disk af eldhúsborðinu. Eiginkona hans og móðir stúlkunnar hafi þá gengið á milli þeirra og ýtt þeim í sundur og hann á misst diskinn. Alvarlegustu atvikin en ekki þau einu Stúlkan lýsti því fyrir dómi að í umrætt skipti hefði faðir hennar aftur komið inn í herbergi hennar með svartan ruslapoka, en í þetta skipti hafi hann sett stóran hluta af snyrtivörum hennar í pokann og farið með hann inn í eldhús. Stúlkunni leist ekki á það og elt hann og rekist utan í hann. Fyrir vikið hafi faðirinn misst jafnvægið, án þess þó að detta, reiðst mjög og tekið disk af eldhúsborðinu og lamið hana með disknum í höfuðið þannig að hann brotnaði. Síðan hafi hann tekið í handleggi hennar og dregið, og svo lamið hana mikið með krepptum hnefa í andlitið og snúið upp á handlegg hennar. Á endanum hafi bróðir hennar dregið föðurinn burt. Stúlkan sagði að ákæran fjallaði um alvarlegustu atvikin sem hefðu komið upp á milli hennar og föðurins. Þó væru ekki um afmörkuð tilvik að ræða. Hún sagði föðurinn hafa tekið allar ákvarðanir á heimilinu, og enginn nema hún sem þorði að mótmæla honum. Skapaði ógnarástand á heimilinu Að mati dómsins var framburður stúlkunnar trúverðugur, en ekki framburður föðurins sem þótti fegra sinn hlut og . Hann var sakfelldur að mestu fyrir það sem hann var ákærður fyrir, en ekki þótti sannað að hann hefði gripið um fótlegg stúlkunnar líkt og lýst var í fyrri ákæruliðnum. Jafnframt þótti hann ekki vera valdur af öllum áverkum sem lýst var í ákæru. Að því sögðu er það mat dómsins að maðurinn hafi viðhaft endurtekna, lítilsvirðandi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart dóttur sinni, yfir margra ára skeið, og skapað viðvarandi ógnarástand á heimilinu. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá er honum gert að greiða dótturinni eina milljón króna og 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað árin 2020 og 2022, en fram kemur í málinu að fyrst hafi verið tilkynnt um meint heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni árið 2008 vegna óútskýrða áverka á höfði stúlkunnar, en þá mun hún hafa verið eins eða tveggja ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir tvö brot. Hið fyrra átti sér stað á tveggja daga tímabili í október 2020. Þar var honum gefið að sök að beita stúlkuna, sem þá var þrettán ára, líkamlegu ofbeldi á heimili þeirra. Fyrri daginn hafi hann slegið hana ítrekað í bringuna og höfuð. Daginn eftir hafi hann pakkað fötum hennar í poka, og svo, þegar hún sat í sófa, gripið um og togað í fótlegg hennar. Fyrir vikið mun stúlkan hafa hlotið ýmsa áverka. Seinna brotið átti sér stað í febrúar 2022. Þá var manninum gefið að sök að grípa í handlegg stúlkunnar, og slá hana í höfuðið með disk. Aftur mun hún hafa hlotið ýmsa áverka. Í bréfi barnaverndar til lögreglu sem lá fyrir í málinu segir að alls lægju fyrir fimm tilkynningar um grun um heimilisofbeldi hjá fjölskyldunni. Líkt og áður segir var sú elsta frá árinu 2008, þegar stúlkan hefur verið eins eða tveggja ára gömul. Hótaði að henda fötunum Þegar maðurinn var spurður út í fyrri ákæruliðinn fyrir dómi kvaðst hann leggja áherslu á það að heimili fjölskyldunnar væri snyrtilegt. Hann hefði í umrætt skipti farið í herbergi stúlkunnar og séð föt út um allt. Honum hafi verið brugðið við þá sjón og tekið óhrein föt og pakkað saman í svartan ruslapoka, og hótað stúlkunni að hann myndi henda þeim, en stúlkan hefði stöðvað hann. Þetta hefði leitt til rifrildis þeirra á milli og þau togast á um fötin. Fyrir dómi sagði hann mögulegt að stúlkan hefði hlotið áverka vegna þessa, en síðar í skýrslunni sagði hann að hún hefði ekki hlotið áverkana í þessum átökum. Í fyrstu neitaði hann því að hafa slegið stúlkuna í bringu og höfuð, en kvaðst svo ekki muna hvort það hefði gerst. Varðandi seinni ákæruliðinn neitaði maðurinn því að hafa slegið stúlkuna í höfuðið með diski. Hann sagði þau hafa verið að rífast og að stúlkan hefði notað ljót orð og sett fingur í andlit hans. Hann sagði þau bæði hafa misst stjórn á sér. Hún hafi öskrað á hann og hann brugðist við með því að taka disk af eldhúsborðinu. Eiginkona hans og móðir stúlkunnar hafi þá gengið á milli þeirra og ýtt þeim í sundur og hann á misst diskinn. Alvarlegustu atvikin en ekki þau einu Stúlkan lýsti því fyrir dómi að í umrætt skipti hefði faðir hennar aftur komið inn í herbergi hennar með svartan ruslapoka, en í þetta skipti hafi hann sett stóran hluta af snyrtivörum hennar í pokann og farið með hann inn í eldhús. Stúlkunni leist ekki á það og elt hann og rekist utan í hann. Fyrir vikið hafi faðirinn misst jafnvægið, án þess þó að detta, reiðst mjög og tekið disk af eldhúsborðinu og lamið hana með disknum í höfuðið þannig að hann brotnaði. Síðan hafi hann tekið í handleggi hennar og dregið, og svo lamið hana mikið með krepptum hnefa í andlitið og snúið upp á handlegg hennar. Á endanum hafi bróðir hennar dregið föðurinn burt. Stúlkan sagði að ákæran fjallaði um alvarlegustu atvikin sem hefðu komið upp á milli hennar og föðurins. Þó væru ekki um afmörkuð tilvik að ræða. Hún sagði föðurinn hafa tekið allar ákvarðanir á heimilinu, og enginn nema hún sem þorði að mótmæla honum. Skapaði ógnarástand á heimilinu Að mati dómsins var framburður stúlkunnar trúverðugur, en ekki framburður föðurins sem þótti fegra sinn hlut og . Hann var sakfelldur að mestu fyrir það sem hann var ákærður fyrir, en ekki þótti sannað að hann hefði gripið um fótlegg stúlkunnar líkt og lýst var í fyrri ákæruliðnum. Jafnframt þótti hann ekki vera valdur af öllum áverkum sem lýst var í ákæru. Að því sögðu er það mat dómsins að maðurinn hafi viðhaft endurtekna, lítilsvirðandi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart dóttur sinni, yfir margra ára skeið, og skapað viðvarandi ógnarástand á heimilinu. Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Þá er honum gert að greiða dótturinni eina milljón króna og 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira