Færeyingar fagna tvennum göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2024 06:46 Samgönguráðherra Færeyja, Dennis Holm, sagði í vígsluræðunni að góðar samgöngur væru jafnréttismál. Landsverk Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng. Göngunum er ætlað treysta samgöngur milli Klakksvíkur, næst stærsta bæjar Færeyja, og annarra byggða á Borðey; Árnafjarðar, Norðdepils og Hvannasunds, sem og Viðeyjar og Viðareiðis. Þau leysa af tvenn eldri göng frá árunum 1965 og 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Þau eru það þröng að stórir flutningabílar geta ekki notað þau, sem takmarkað hefur meðal annars fiskflutninga. Mannfjöldi mætti til að fagna opnun jarðganganna.Landsverk Samgöngu- og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Dennis Holm, sem klippti á borðann, lagði áherslu á það í vígsluávarpi sínu að góðar samgöngur innan Færeyja væru jafnréttismál. „Landsstjórnin vinnur að því markmiði að Færeyjar verði bundnar saman þannig að við getum búið, starfað og ferðast um eyjarnar á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Dennis Holm. Almenningi var fyrst boðið að ganga, hlaupa og hjóla í gegnum göngin áður en opnað var fyrir bílaumferð.Landsverk „Það leikur enginn vafi á því að gömlu göngin norðan við Fjall hafa verið mikil hindrun í okkar nútímasamfélagi, þar sem góð tengsl milli þorpa, bæja, eyja og einnig landa eru þýðingarmikill þáttur í velferðarríki. Hornaflokkur lék við vígsluathöfnina.Landsverk Það er mikilvægt í daglegu lífi okkar að geta á auðveldan, fljótlegan og öruggan hátt ferðast til vinnu, í skóla, á íþrótta- og menningarviðburði, sótt opinbera þjónustu og ekki síst til að heimsækja fjölskyldu og vini,“ sagði samgönguráðherrann ennfremur. Færeyingar hófu gerð ganganna í febrúar 2021 en Stöð 2 sýndi þá frá byrjun framkvæmda í þessari frétt: Enginn vegtollur fylgir þessum göngum né öðrum göngum í gegnum færeysk fjöll. Gjaldtaka af jarðgöngum þar er eingöngu af neðansjávargöngum. Fern slík eru komin á milli eyja í Færeyjum; Vogagöng, Norðureyjagöng, Austureyjargöng og Sandeyjargöng. Horft út um gangamunna.Landsverk Og Færeyingar virðast ekkert ætla að slaka á í jarðgangagerðinni. Ráðherrann boðaði að næstu göng yrðu til Tjörnuvíkur og stefnt væri á fyrstu sprengingu á næsta ári. Jafnframt væru Suðureyjargöng komin á dagskrá. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði um jarðgangagerð Færeyinga í þessari frétt: Stærsta áskorunin er þó framundan, 23 kílómetra löng Suðureyjargöng, sem sagt var frá hér: Færeyjar Samgöngur Danmörk Vegtollar Byggðamál Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Göngunum er ætlað treysta samgöngur milli Klakksvíkur, næst stærsta bæjar Færeyja, og annarra byggða á Borðey; Árnafjarðar, Norðdepils og Hvannasunds, sem og Viðeyjar og Viðareiðis. Þau leysa af tvenn eldri göng frá árunum 1965 og 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Þau eru það þröng að stórir flutningabílar geta ekki notað þau, sem takmarkað hefur meðal annars fiskflutninga. Mannfjöldi mætti til að fagna opnun jarðganganna.Landsverk Samgöngu- og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Dennis Holm, sem klippti á borðann, lagði áherslu á það í vígsluávarpi sínu að góðar samgöngur innan Færeyja væru jafnréttismál. „Landsstjórnin vinnur að því markmiði að Færeyjar verði bundnar saman þannig að við getum búið, starfað og ferðast um eyjarnar á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Dennis Holm. Almenningi var fyrst boðið að ganga, hlaupa og hjóla í gegnum göngin áður en opnað var fyrir bílaumferð.Landsverk „Það leikur enginn vafi á því að gömlu göngin norðan við Fjall hafa verið mikil hindrun í okkar nútímasamfélagi, þar sem góð tengsl milli þorpa, bæja, eyja og einnig landa eru þýðingarmikill þáttur í velferðarríki. Hornaflokkur lék við vígsluathöfnina.Landsverk Það er mikilvægt í daglegu lífi okkar að geta á auðveldan, fljótlegan og öruggan hátt ferðast til vinnu, í skóla, á íþrótta- og menningarviðburði, sótt opinbera þjónustu og ekki síst til að heimsækja fjölskyldu og vini,“ sagði samgönguráðherrann ennfremur. Færeyingar hófu gerð ganganna í febrúar 2021 en Stöð 2 sýndi þá frá byrjun framkvæmda í þessari frétt: Enginn vegtollur fylgir þessum göngum né öðrum göngum í gegnum færeysk fjöll. Gjaldtaka af jarðgöngum þar er eingöngu af neðansjávargöngum. Fern slík eru komin á milli eyja í Færeyjum; Vogagöng, Norðureyjagöng, Austureyjargöng og Sandeyjargöng. Horft út um gangamunna.Landsverk Og Færeyingar virðast ekkert ætla að slaka á í jarðgangagerðinni. Ráðherrann boðaði að næstu göng yrðu til Tjörnuvíkur og stefnt væri á fyrstu sprengingu á næsta ári. Jafnframt væru Suðureyjargöng komin á dagskrá. Stöð 2 heimsótti Færeyjar síðastliðið sumar og fjallaði um jarðgangagerð Færeyinga í þessari frétt: Stærsta áskorunin er þó framundan, 23 kílómetra löng Suðureyjargöng, sem sagt var frá hér:
Færeyjar Samgöngur Danmörk Vegtollar Byggðamál Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30