Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 21:17 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót. Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af fjórum netverslunum með áfengi í gær, á öðrum degi jóla. Þar á meðal var Nýja vínbúðin í Skipholti. Forsvarsmenn nýju vínbúðarinnar segjast þó í fullum rétti, enda hafi lögregla á endanum „hrökklast frá“. Lögregla fór í aðgerðir sínar í gær á þeim grundvelli að sölustaðir með áfengi skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og stendur í áfengislögum. Engin áfengissala sem slík í gangi Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups, einnar af þeim fjórum netverslunum sem lögregla vitjaði í gær, tekur hins vegar undir með kollegum sínum hjá Nýju vínbúðinni; áfengislögin nái einfaldlega ekki til netverslananna. Þær eru skráðar erlendis og Hagkaup sjái til að mynda aðeins um að skrá niður pantanir og afhenda í póstbox. „Hér í búðinni á sér ekki stað nein [áfengis]sala. Þannig að við skiljum ekki alveg að lögregla skuli koma hér inn og vilji stoppa sölu sem ekki á sér stað í búðinni,“ segir Sigurður. „Þannig að við vorum svolítið hissa á þessari heimsókn.“ „Aldagömul“ og úr sér gengin lög Brugðist hafi verið við beiðni lögreglu eins og kostur var. „Við stoppuðum tiltekt á vörum og báðum þá sem höfðu fengið tilkynningar um að sækja að koma eftir miðnætti. Það var það sem við gerðum til að bregðast við. En í millitíðinni þurfum við að komast að því hvernig gjörningur þetta var,“ segir Sigurður. „Það sem lögregla situr uppi með eru aldagömul lög sem ekki virka sem skyldi.“ Lögregla vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag. Ágreiningur er uppi um lögmæti áfengisverslana á netinu almennt og mál nokkurra slíkra versluna eru á borði ákærusviðs. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gæti tíðinda verið að vænta af þeirri rannsókn fljótlega eftir áramót.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira