Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2024 17:17 Dagurinn hjá Damon Heta byrjaði mjög vel, en endaði alls ekki vel. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Ástralski pílukastarinn Damon Heta féll úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu á ótrúlegan hátt í dag. Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Heta, sem situr í níunda sæti heimslistans, mætti Luke Woodhouse, sem situr í 35. sæti, í fyrsta leik dagsins á heimsmeistaramótinu sem fór af stað á ný eftir örstutt jólafrí. Eftir tap í fyrsta setti virtist Heta ætla að ganga frá málunum nokkuð þægilega með því að klára næstu þrjú sett, 3-1, 3-2 og 3-2. Í öðru þriðja setti ætlaði allt um koll að keyra í Alexandra Palace þegar Ástralinn náði níu pílna leik og Heta virtist óstöðvandi. Heta vann svo fyrst legginn í fimmta setti ogvar því í góðum málum. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá Heta og Woodhouse tók öll völd. Hinn enski Woodhouse vann næstu níu leggi og tryggði sér þar með ótrúlegan 4-3 sigur og um leið sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir Stephen Bunting. Stephen Bunting vann einmitt öruggan 4-1 sigur gegn Lettanum Madars Razma í þriðja leik dagsins í dag og þá tryggði Johnny Clayton sér einnig sæti í 16-manna úrslitum með 4-3 sigri gegn Daryl Gurney. Clayton mætir annað hvort Gerwyn Price eða Joe Cullen í 16-manna úrslitum. Í kvöld fara svo fram þrjár aðrar viðureignir í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins. Þá mætast Gerwyn Price og Joe Cullen, Jarmaine Wattimena og Peter Wright, og að lokum fær Nick Kenny að kljást við ríkjandi heimsmeistara, Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira