Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina. „Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Það eru margir sem spá því 2025 að það gæti verið slæmt veður í febrúar, það er aldrei fyrirséð hvernig þetta kemur út,“ sagði Bjarni. Ýmsir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vilja að landsfundur fari fram í febrúar eins og upprunalega var lagt upp með. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmenn flokksins, hafa öll verið hvött til þess að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins. Spurður hvort að hann vilji fresta fundinum eða ekki segir Bjarni: „Ég tók ákvörðun um það að boða til fundar í febrúar lok, byrjun mars á sínum tíma, sjáðu til ég er formaður í miðstjórn flokksins sem tók þessa ákvörðun á sínum tíma.“ Hann segir annað fólk í flokknum hafa komið með hugmyndir sem sjálfsagt sé að ræða. „Ég hef ekki boðað neinar breytingar, hafið þið heyrt mig segja það einhvers staðar? Það eru kenningar. Það er nákvæmlega það sem það er. Eitthvað svona blaðamanna blaður.“ Þú hlærð að þessu líka með veðrið? „Það eru menn eins og þú sem skrifa langar fréttir. Ég las frétt eftir þig á Vísi um að það væru mikil átök í flokknum og þetta kom mér mjög spánskt fyrir sjónir. Ég kannast ekki við neitt af þessu.“ Það er ein spurning sem ég veit að þú elskar Bjarni, verður þú áfram formaður Sjálfstæðisflokksins? „Þarna græddi ég rauðvínsflösku, ég var búinn að veðja á að þú myndir spyrja að þessu. Þakka þér fyrir það.“ Bjarni nýtti jafnframt tækifærið til að gagnrýna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá greip Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, inn í. „Hvað veist þú um það Bjarni Benediktsson? Sast þú við þetta samningaborð?“ Sagði Inga Sæland. Að auki áttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Bjarni í orðaskaki um auðlindagjöld og kvótakerfið. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira